Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Viðskipti Íslands og Þýskalands eiga rætur að rekja langt aftur í aldir eða allt til upphafs Íslandsbyggðar. Talið er að fyrstu Þjóðverjarnir hafi stigið hér land árið 981. Voru það prestar frá Bremen sem vildu kristna þjóðina. Eftir því sem næst verður komist var guðfræðineminn Ísleifur Gissurarson fysti íslenski námsmaðurinn í Þýskalandi, um árþúsundamótin Viðskipti þjóðanna hafa alla tíð verið blómleg. Þjóðverjar keyptu lýsi og sjávarfang en Íslendingar bjór, mjöl, timbur ofl. Verslun milli þjóðanna jókst verulega á 15. öld þegar Hansakaupmenn komu til sögunnar. ,,Hanse" var upphaflega haft um kaupmenn, sem dvöldust erlendis á sama stað og voru upprunnir úr sömu borg. ,,Hanse" merkti því upphaflega samtök kaupmanna, sem ráku verslun fjarri heimkynnum sínum.

Allt frá 16. öld og fram á 20.öld hefur Þýskaland mótandi áhrif á alla menningu, þjóðlíf , iðnþróun og viðskipalíf á Norðurlöndum. Þar á meðal á Íslandi. Þetta er í sem fæstum orðum forsaga Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins og ein ástæða stofnunar þess.

>>meira

Hvað gerum við...

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið veitir ýmsa þjónustu til félaga og annarra. Þjónusta ráðsins er almenn upplýsingagjöf og milliganga um viðskiptasambönd. Önnur verkefni er meðal annarra að standa fyrir ráðstefnum, bjóða morgunverðar- og hádegisverðarfundi, taka á móti stjórnmálamönnum, forystumönnu atvinnulífsins og hvað svo sem talist getur örva viðskipti landanna tveggja.

>>meira

Partner

DruckversionSeitenanfang