Að gerast félagi

Hvernig gerist maður félagi í Þýsk-Íslenska viðskiptaráðinu?

Það er auðveldara en þú heldur! Hér að neðan er hægt að nálgast umsóknina beint af netinu, þú fyllir hana út og sendir með faxi, í pósti eða skannar inn og sendir til okkar í tölvupósti.

Sjá hér - umsókn

Tengslanet ÞÍV Þýsk-íslenska viðskiptaráðið er einstaklega vel tengt þýskum fyrirtækjum. Ráðið er hluti af neti þýskra viðskiptaráða , en þau eru yfir 80 innan Þýskalands. Það er skylduaðild að viðskiptaráðum í Þýskalandi þannig að öll starfandi fyrirtæki innan Þýskalands eru félagar í viðskiptaráði þeirrar borgar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í.