Tengslanet ÞÍV

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið er einstaklega vel tengt þýskum fyrirtækjum. Ráðið er hluti af neti þýskra viðskiptaráða , en þau eru yfir 80 innan Þýskalands. Það er skylduaðild að viðskiptaráðum í Þýskalandi þannig að öll starfandi fyrirtæki innan Þýskalands eru félagar í viðskiptaráði þeirrar borgar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í.