Umsókn um aðild

 

Til hvers að gerast félagi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins?

Til að tryggja og efla tengsl við þá sem eiga í viðskiptum við Þýskaland eða hafa hug á því. Markmið ráðsins er að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Þýskalands og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar og stjórnmála.

Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, lítil eða stór, geta gerst félagar í ÞÍV. Ráðið er vettvangur sem nýtist til að vinna að hvers konar framförum, að bættu starfsumhverfi og betri tengslum. Öflugur hópur félaga eflir og styrkir vinnu ráðsins með stjórnvöldum og stofnunum, þínu fyrirtæki til framdráttar. Með aðild getur þú haft áhrif á verkefni og starfsemi ráðsins.

Eintaklingar: 25.000 ISK
Fyrirtæki (færri en 100 starfsmenn): 50.000 ISK
Stærri fyrirtæki (fleiri en 100 starfsmenn): 75.000 ISK


Hvernig gerist maður félagi í Þýsk–íslenska viðskiptaráðinu (ÞÍV)?

Það er auðveldara en þú heldur! Hér að neðan er hægt að nálgast umsóknina beint af netinu, þú fyllir hana út og sendir með faxi, í pósti eða skannar inn og sendir til okkar í tölvupósti.

Sjá hér - umsókn

Tengslanet Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins (ÞÍV) er einstaklega vel tengt þýskum fyrirtækjum. Ráðið er hluti af neti þýskra viðskiptaráða, en þau eru yfir 80 innan Þýskalands. Það er skylduaðild að viðskiptaráðum í Þýskalandi þannig að öll starfandi fyrirtæki innan Þýskalands eru félagar í viðskiptaráði þeirrar borgar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í.